Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða auglýsir hér með eftir umsóknum um rannsóknarstyrk til verkefna sem tengjast og hafa áhrif á þróun íslenska lífeyriskerfisins. Styrkurinn nemur 1.200.000 kr. Úthlutun styrksins fer fram á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða, sem haldinn verður 14. maí n.k. Umsóknum skal fylgja: Lýsing á verkefninu, þar sem lögð skal fram, greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess. Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvinu verkefnisins. Gerð skal grein fyrir fjárhagsáætlun verkefnisins og framlagi samstarfsaðila verkefnisins.
Ekki verður veittur styrkur til verkefna sem þegar er lokið.
Þegar fyrir liggur ákvörðun um hver eða hverjir fá styrk verður gerður sérstakur samningur um rannsóknarverkefnið, þar sem fram kemur m.a. lýsing á markmiðum og fyrirhugaðri framkvæmd og hvernig greiðslum verður háttað.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Landssamtaka lífeyrissjóða, Sætúni 1, Reykjavík. Ennfremur má nálgast umsóknareyðublöð hér á heimasíðunni.
Umsóknir þurfa að berast Landssamtökum lífeyrissjóða fyrir 24. apríl n.k. Öllum umsóknum verður svarað.
Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon í síma 563 6450 eða á netfanginu ll@ll.is.
Sjá hér auglýsingu um Rannsóknarstyrkinn