Á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða, sem haldinn var í gær, voru afhentir tveir rannsóknarstyrkir. Stærri styrkinn, ein milljón króna, fékk Ólafur Ísleifsson, sem vinnur að doktorsritgerð um íslenska lífeyriskerfið. Þá fékk Rafn Sigurðsson 400.000 kr. styrk vegna Mastersverkefnis um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á á réttindaöflun sjóðfélaga. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, afhenti styrkina.
Til Ólafs Ísleifssonar 1.0 m. kr.
Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands um íslenska lífeyriskerfið.
Verkefninu er skipt upp í þrjá kafla:
Ólafur vinnur nú að frágangi fyrsta kaflans en meginstofn hans hefur verið birtur sem grein í tímariti félagsvísindindastofnunarn Háskóla Íslands, undir heitinu “Skipan lífeyrismála á almennum vinnumarkaði.”
Samhliða vinnur Ólafur nú að undirbúningi annars kaflans. Viðfangsefni hans er leit að skýringum þess að fjárhagur lífeyrissjóða hin almenna vinnumarkaðar snerist úr því að vera mjög bágborinn í að vera svo sterkur að fá eða engin lönd standa Íslandi sporði þegar kemur að lífeyriseignum sem hlutfall af landsframleiðslu.
Vinna við verkefnið er hafið að því leyti að aflað hefur verið verulegs hluta þeirra gagna sem notuð verða og dregin upp beinagrind að kaflanum. Ólafur gerir ráð fyrir að geta lokið gagnaöflun nú í maí og rannsóknum og ritun annars kafla ritgerðarinnar fyrir lok þessa árs.
Verkefnið mun hljóta kynningu sem hluti doktorsritgerðar höfundar. Auk þess miðar Ólafur við að rita greinar til birtingar í innlendum og erlendum tímaritum um efnið. Eins er gert ráð fyrir að verkið muni fá athygli í fjölmiðlum hér á landi í ljósi þess að það hefur almenna hagfræðilega og þjóðfélagslega skírskotun.
Til Rafns Sigurðssonar, aukastyrkur 400.000 kr.
Þeir tveir þættir sem skipta einna mestu máli í rekstri lífeyrissjóða eru annars vegar ávöxtun ár frá ári og hins vegar breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga.
Í Mastersverkefni Rafns við hagfræðideild Háskóla Íslands er ætlunin að skoða þessa tvo lykilþætti og smíða líkan til að meta vægi hvors um sig í réttindaöflun sjóðfélaga, þegar til lengri tíma er litið. Aflað verður gagna um dánarlíkur og spár um breytingar á þeim á komandi árum, auk þess sem samsvarandi upplýsingum um örorkulíkur verður aflað.
Reglur um réttindaöflun sjóðfélaga verða skoðaðar og í því sambandi verða skoðaðir bæði sjóðir þar sem réttindasöfnun er aldurstengd og ekki. Þá verður leitast við að skoða nýjustu rannsóknir sem gerðar hafa verið á umræddum þáttum lífeyrissjóða til að tryggja að verkefnið endurspegli nýjustu straumana í rannsóknum sem þessum.
Í verkefninu verður auk þess leitast við að gera hlutlægan samanburð á Íslandi og öðrum löndum þar sem það á við.
Vinna við Mastersverkefni Rafns hefst nú í maí og ætlað er að henni ljúki í maí á næsta ári.