Landssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun þar sem kynnt var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, (fjárfestingarheimildir). Hægt er að nálgast frumvarpið á heimasíðu Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1054.html.
Á fundinum fór Ólafur Sigurðsson yfir helstu atriði frumvarpsins en Ólafur er formaður eigna- og áhættustýringarnefndar LL og fulltrúi LL í nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem skipuð var til að fara yfir fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Fundurinn var fjölmennur og umræður líflegar.
Glærur frá fundinum eru aðgengilegar hér.