Konum fjölgar hlutfallslega í stjórnum lífeyrissjóða.

Við athugun sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa gert er ljóst að konum hefur fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða. Á árinu 2004 voru 18 konur í stjórnum sjóðanna eða 13,6% af öllum stjórnarmönnum. Í ár hefur hlutfallið tvöfaldast og eru nú 31 kona í stjórnum sjóðanna, sem er 26,7% af öllum stjórnarmönnum. Athugunin náði til 20 stærstu lífeyrissjóðanna. Athygli vekur líka að vegna sameiningar lífeyrissjóðanna hefur stjórnarmönnum fækkað úr 132 á árinu 2004 í 116 á þessu ári eða um 12%.   

Sjá hér töflu um kynjaskiptingu stjórnarmanna.