Kauphöll Íslands flytur í dag starfsemi sína í nýtt húsnæði að Laugavegi 182. Nýja húsnæðið leysir úr brýnni þörf enda hefur Kauphöllin verið í bráðabirgðahúsnæði frá því í fyrrasumar.
Kauphöll Íslands er fyrsta fyrirtækið, sem flytur inn í nýju bygginguna að Laugavegi 182 en Verðbréfaskráning Íslands mun flytja þangað starfsemi sína í kjölfarið. Til glöggvunar skal tekið fram að húsnæðið að Laugavegi 182 er glerbyggingin sem risið hefur á gatnamótunum sunnan Laugavegs og vestan Kringlumýrarbrautar. Kauphöllin mun halda sama símanúmeri og flutningurinn mun ekki raska hefðbundnum viðskiptum í dag. Starfsemin í nýja húsnæðinu hefst svo á morgunn, þriðjudaginn 1.október í nýja húsnæðinu.