Janus endurhæfing, hefur fengið afhent Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar á Íslandi. í opnum flokki og fyrir uppbygginu sem lýtur að endurhæfingu, en nám er stór hluti starfseminninar og tengir þannig saman mennta- og og heilbrigðisgeirann.
Forseti Íslands afhenti Starfsmenntaverðlaunin 14. september s.l. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar á Íslandi. Tilgangur þeirra er að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi, að vekja athygli á málefninu, auk þess að vera verðlaunahöfum hvatning til áframhaldandi starfa og öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði.
Á myndinni er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að veita starfsmenntaverðlaunin til Kristínar Siggeirsdóttur, framkvæmdastjóra JANUS endurhæfingar.
Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningar og valdi verðlaunahafa. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum: flokki fyrirtækja hlaut Landsbankinn verðlaunin fyrir fræðslustarf; í flokki fræðsluaðila Viðskiptaháskólinn Bifröst og Samtök verslunar fyrir diplómanám í verslunarstjórnun, í opnum flokki hlaut Janus endurhæfing verðlaunin fyrir uppbygginu sem lýtur að endurhæfingu, en nám er stór hluti starfseminninar og tengir þannig saman mennta- og heilbrigðisgeirann.
Undir]