Ítölsk stjórnvöld vilja hækka ellilífeyrisaldurinn.

Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi hefur uppi áætlanir að hækka ellilífeyrisaldurinn í áföngum næstu fimm árin. Í dagblaðinu Liberto var haft eftir Berlusconi að Ítalir “þurfi  að hækka ellilífeyrisaldurinn á fimm árum” og að “á Ítalíu er almenni ellilífeyrisaldurinn við 57 ára aldur. Hvernig geta menn  hætt að vinna svo ungir?”

Berlusconi er valdamesti maðurinn á Ítalíu, sem hefur lagt til að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður.  Fyrir fáeinum vikum var haft eftir Giancarlo  Fontanello, forstjóra  Tryggingastofnunar ríkisins á Ítalíu  að það þyrfti að hækka eftirlaunaaldurinn í áföngum upp í 70 ára aldur.
“Í upphafi hvers árs stöndum við uppi með verulegan halla vegna lífeyrisgreiðslna nú síðast um 35,8 milljarða evra” var haft eftir Berlcusoni í Liberto.  Tryggja þarf stuðning samstarfsflokka Berluconi í ríkisstjórninni. “Ég mun sannfæra þá og leggja fram ákveðnar tillögur í málinu” sagði forsætisráðherrann í viðtalinu.

Veruleg andstaða er við þessar hugmyndir Berluconi í Ítalíu og þar á meðal innan verkalýðshreyfingarinnar. “Ef þeir koma lífeyriskerfi okkar í uppnám, munum við berjast á móti því.”, var haft eftir Savion Pezzotta, foringja CISL verkalýðsfélagsins, við Associated Press.

Fyrr í þessum mánuði var haft eftir Moody’s, að aðgerðir í lífeyrismálum Ítalíu gætu, við þær efnahagslegar  aðstæður sem nú ríkja í landinu, skapað mikla óánægju meðal þjóðarinnar. Ítalía ver nú mestum fjármunum  til lífeyrismála en önnur lönd innan Evrópusambandsins eða um 15% af landsframleiðslu.

Haft er eftir OECD segir að forgangsverkefnið í lífeyrismálum á Ítalíu sé að auka atvinnumöguleika eldra fólks. Núverandi kerfi hafi hins vegar í för með sér innbyggða hvatningu að fara snemma á ellilífeyri.

 


Heimild: International Europe Pension