Hverjir eiga að greiða ellilífeyri til þeirra kynslóða sem fara á eftirlaun í nánustu framtíð?
Flest lönd í Evrópu eiga við sömu vandamál að stríða, þjóðirnar eldast og fæðingartíðnin lækkar. Skoðum nánar ástandið á Ítalíu.
Á Ítalíu hefur ríkssjóður greitt mjög ríkulegan lífeyri, sem mun leiða til gjaldþrots á næstu áratugum, ef ekki verður gripið fjótlega til róttækra ráðstafana.
Ítalska ríkið þarf mjög fljótlega að greiða meira út í ellilífeyri, en það fær á hverju ári í iðgjöld frá ört minnandi vinnuafli landsins.
Seðlabankastjóri Ítalíu, Mario Draghi, lýsti vandamálinu nýlega með afdráttarlausum hætti.
Að sögn Mario Draghi er fjöldi fólks 60 ára og eldri nú jafnmikið að fjölda til og u.þ.b. 42% af vinnuaflinu. Þetta hlutfall mun fara í 53% árið 2020.
Ef ríkistjórnin grípur ekki strax til aðgerða, mun ungt fólk sem nú er að fara inn á vinnumarkaðinn þurfa að að greiða í iðgjöld um 127% af launum sínum á næstu 15 árum til að fá sömu eftirlaun og núverandi ellilífeyrisþegar fá frá ríkinu.
Hinn opinberi eftirlaunaaldur í almannatryggingarkerfinu er 55 ára fyrir konur og 57 ára fyrir karmenn eftir 35 ára iðgjaldagreiðslutíma.
Hin vinstri-miðju stjórn Romaano Prodi stóð í síðasta mánuði fyrir breytingum á almannatryggingalöggjöfinni í þá veru að hinn almenni eftirlaunaaldur hækki stig af stigi á hverju ári til ársins 2014.
Umræður um endurbætur á eftirlaunakerfinu hefur verið helsti ásteytingarsteinn í ítölskum stjórnmálum síðustu tvo áratugina.
Fyrsta samsteypustjórn Silvio Berlusconi féll á árinu 1994, eftir að hafa starfað í minna en eitt ár, vegna mikilla mótmæla vegna áforma stjórnarinnar að skerða ellilífeyri almannatrygginga.
Á seinna valdatíma Berlusconi sem forsætisráðherra, sem stóð mun lengur eða til ársins 2006, tókst honum að koma á breytingum á almannatryggingakerfinu í þá veru að hinn almenni eftirlaunaaldur skyldi hækka upp í 60 ár á árinu 2009 og að hvetja launþega samhliða til að taka út sinn eigin eftirlaunasparnað.
Í stjórnartíð Prodi hefur hins vegar vinstrimönnum og verkalýðshreyfingunni tekist að leggja stein í götu umbótanna, þrátt fyrir aðvaranir um að framtíð almannatryggingarkerfisins væri í mikilli hættu.