Ítalía: Lífeyrissjóður húsmæðra stofnaður!

Ítalskar húsmæður munu innan tíðar geta greitt í sérstakan lífeyrissjóð húsmæðra. Búist er við að fjöldi sjóðfélaga í hinum nýja lífeyrissjóði verði umtalsverður, enda er húsmæðrastéttin fjölmenn á Ítalíu!

Fram til þessa hafa húsmæður og fólk sem vinnur launaða hlutavinnu ekki getað greitt iðgjöld til lífeyrissjóða á Ítalíu. Samkvæmt lífeyrissjóðalögum þar í landi frá árinu 1993 eiga aðeins þeir launþegar aðild að lífeyrissjóðum, sem eru fastráðnir og í fullri vinnu. Á þessu hefur nú verið gerð breyting. Nú gefst gefst húsmæðrum og fólk sem vinnur í hlutastarfi kostur á því að greiða iðgjöld til lífeyrissjóða. Húsmóðir á Ítalíu getur nú annað hvort greitt iðgjald beint til lífeyrissjóðins (án þess að vera skyldug að greiða reglulega) eða greitt iðgjöld með því að versla inn! Húsmæður geta gefið fyrirmæli til viðskiptabanka sinna og greiðslukortafyrirtækja um að afslættir sem gefnir eru í verslunum séu millifærðir ársfjórðungslega á sérreikning þeirra hjá lífeyrissjóðnum! Sett eru aðeins tvo skilyrði. Í fyrsta lagi þurfa verslanir að samþykkja þennan greiðslumáta á afláttargreiðslunum og í öðru lagi þurfa húsmæður að borga fyrir vöruna með kredit- eða debetkorti sínu. Þá er það líka nýlunda að húsmóðir á Ítalíu, sem ekki hefur launatekjur, getur lækkað eignaskatt sinn og fjármagnstekjuskatt með því að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðsins.


Heimild: IPE júlí/ágúst 2000.