Bryndís Ásbjarnardóttir, fjármálahagfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, hélt hádegisfyrirlestur á vegum fræðslunefndar Landssamtaka lífeyrissjóða á Grand Hótel í dag. Þar kom m.a. fram að efnahagsumsvif hafi aukist, framleiðsluspenna sé farin að byggjast upp og mikill vöxtur sé í kaupmætti ráðstöfunartekna. Atvinnuleysi minnkar hratt og líklega er það komið niður fyrir það sem samræmist stöðugleika í verðlagi. Skuldastaða heimila heldur áfram að batna.
Glærur frá fundinum eru aðgengilegar hér.