Stefán Ólafsson, prófessor og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur sent frá sér bók um "Íslensku leiðina".
Íslenska leiðin fjallar um skipan velferðarríkisins og árangur í velferðarmálum Íslendinga, með víðtækum samanburði við aðrar þjóðir. Af bókinni má ráða að árangur velferðarkerfisins sé að mörgu leyti góður. Lífskjör meirihluta þjóðarinnar séu sambærileg við það besta sem þekkist meðal almennings á Vesturlöndum. Greint er þó frá umtalsverðum lífskjaravanda í einstökum þjóðfélagshópum á Íslandi og sýnt er að fátækt er meiri og tekjur ójafnari hér á landi en meðal norrænu frændþjóðanna. Niðurstaðan er sú að umbætur á almanna- tryggingakerfi Íslendinga geti gengt stóru hlutverki við að bæta lífskjör þess hluta þjóðarinnar sem býr við kröppust kjörin. Tekið skal fram að styrkur frá Tryggingastofnun ríkisins gerði rannsóknarvinnu verkefnisins mögulega. Bókin fæst hjá Bóksölu stúdenta og kostar í kilju 2.520 kr. og innbundin 2.880 kr. Að lokum er vert að geta þess að Stefán Ólafsson, prófessor, mun fara yfir helstu þætti "Íslensku leiðarinnar" á fræðslufundi Landssamtaka lífeyrissjóða mánudaginn 27. mars n.k.