Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun.
Ísland er nú í annað sinn með í þessum samanburði lífeyriskerfa í alls 44 ríkjum og í næstu sætum fyrir neðan eru Holland og Danmörk. Þessi þrjú ríki eru þau einu sem lenda í efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt lífeyriskerfanna.
Niðurstöður vísitölunnar voru birtar 11. október og var jákvætt að sjá að heildareinkunn Íslands hækkar milli ára.
Ísland fær góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti. Í því liggur ágæt heildarútkoma íslenska lífeyriskerfisins.
Þessi samanburður lífeyriskerfa byggist annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnunni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum.
Lífeyriskerfin geta mest fengið 100 stig á vísitölulistanum. Ísland, Holland og Danmörk ná yfir 80 stigum og teljast því búa við öflug lífeyriskerfi sem skili góðum réttindum, séu sjálfbær og með trausta umgjörð.
Hér er listi yfir 10 efstu ríkin af alls 44 og þau 5 neðstu ásamt heildarniðurstöðu hvers fyrir sig í stigum talið.
Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, ritstýrir skýrslunni um vísitöluna.
Sjá Mercer-CFA skýrslu ársins 2022
Í ávarpsorðum hans er farið yfir nokkur af þeim atriðum sem huga þarf að við langtímaþróun lífeyriskerfa heimsins:
Í skýrslunni er farið yfir hvaða þættir skila Íslandi efsta sætinu og má þar meðal annar nefna:
Í skýrslunni er einnig bent á hvernig unnt væri að hækka heildareinkunn Íslands enn frekar. Það yrði helst gert með því að:
Heimsvísitala Mercer greinist í þrjár undirvísitölur sem mæla nægjanleika, sjálfbærni og traust (e: adequacy, sustainability og integrity). Ísland er í efsta sæti bæði í nægjanleika og sjálfbærni, sem vega þyngst í vísitölunni, en í sjöunda sæti hvað varðar traust.