Írland í fyrsta sæti í lífeyrismálum innan EB.

Merrill Lynch sendi frá sér í síðasta mánuði könnun, þar sem mælt er hvaða lífeyriskerfi eru best innan Evrópusambandsins. Sigurvegari er Írland, í öðru sæti er Bretland og í því þriðja Holland. Spánn og Austurríki reka hins vegar lestina.

Merrill Lynch styðst við níu mælieiningar í könnuninni og raða löndunum niður innan hverrar einingar. Mælieiningarnar eru m.a. núverandi útgjöld til lífeyrismála, breytingar á framtíðarútgjöldum til lífeyris, skuldastaða landanna, skattaleg meðferð, eignir í lífeyriskerfinu, lífskjör aldraðra o.fl. Röð þjóðanna innan Evrópusambandsins er þessi samkvæmt könnun Merrill Lynch: Írland (1), Bretland (2), Holland (3), Svíþjóð (4), ítalía (5), Finnland (6), Danmörk (7), Belgía (8), Þýzkaland (9), Portúgal (10), Frakkland (11), Austurríki (12) og Spánn (13). Vegna skorts á upplýsingum er Grikkland og Luxemborg ekki talin með. Ef sérstaklega eru skoðaðar umbætur landanna hvað varðar að mæta aukinni lífeyrisbyrði í framtíðinni, þá er Svíþjóð í fyrsta sæti, Belgía í öðru sæti og Írland og Hollandi í þriðja og fjórða sæti. Á botninum eru Frakkland (13), Austurríki (12), Portúgal (11) og Bretland (10). Bretland er alls staðar í fyrsta sæti á mælistikunni nema þegar kemur að því að mæla umbætur eða framfarir í lífeyrismálum á undanförnum árum, þá lenda Bretar næstum því á botninum. Væntanlega verður hægt að greina síðar í LL-FRÉTTUM frá könnun þessari og forvitnilegt væri að skoða hvar Ísland mundi lenda í röðinni með hliðsjón af mæliaðferðum Merrill Lynch.