Man einhver eftir Lífeyrissjóði Verkstjórafélagsins Þórs eða Lífeyrissjóði starfsmanna Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg? Haldið verður áfam að skýra frá sameiningarferli lífeyrissjóðanna, sbr. frétt hér á heimasíðunni frá 12. janúar s.l.
Samkvæmt lífeyrissjóðaskrá frá árinu 1978 voru á því ári starfandi 96 lífeyrissjóðir. Þeir eru núna aðeins 55 talsins. Hvað varð um þá lífeyrissjóði, sem ekki eru lengur á skrá? Við rennum í þetta skipti aðeins yfir seinni helminginn af skránni frá árinu 1978 og leitum skýringa: Lífeyrissjóður Félags íslenskra leikara sameinaðist Lífeyrissjóðnum Einingu. Lífeyrissjóði ljósmæðra var lokað með lagasetningu. Réttindi þar höfðu ætíð verið óverðtryggð. Við lokun sjóðsins voru þau ýmist flutt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eða greidd út sem eingreiðsla. Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna og Lífeyrissjóður Félags íslenskra hljómlistarmanna gengu inn í ALVÍB.(Almennan lífeyrissjóð VÍB). Lífeyrissjóður íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli er nú innan Lífeyrissjóðsins Einingar. Sama á reyndar við um Lífeyrissjóður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, sem gekk líka til samstarfs við Einingu Lífeyrissjóður matreiðslumanna sameinaðist Lífeyrissjóðnum Lífiðn. Lífeyrissjóður múrara gekk inn í Sameinaða lífeyrissjóðinn Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna er einn af burðarásununum í Lífeyrissjóðnum Lífiðn. Ekki er alveg ljóst hver urðu afdrif Lífeyrissjóðs Múrarafélags Suðurnesja, en líkur eru á því að inneignin hafi verið greidd út til sjóðfélaga og sjóðurinn þar með lagður niður. Lífeyrissjóður Sóknar er nú innan raða Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Lífeyrissjóðum starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar og Lífeyrissjóður starfsmanna Ísafjarðar var lokað. Réttindi starfandi einstaklinga voru flutt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þeir sem komnir voru á lífeyri fyrir lokun sjóðanna hafa fengið lífeyrisgreiðslur frá viðkomandi bæjarfélögum. Svipað á við um Lífeyrissjóð starfsmanna Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg. Réttindi starfandi einstaklinga voru flutt í Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Lífeyrissjóður starfsmanna Sjóvátryggingafélags Íslands gekk í Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði er nú í Lífeyrissjóði Norðurlands. Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík sameinaðist Lífeyrissjóði Suðurnesja Lífeyrissjóður verkamanna, Hvammstanga, gekk inn í Lífeyrissjóð Norðurlands. Lífeyrissjóður verksmiðjufólks er einn af stofnsjóðum Lífeyrissjóðs Framsýnar. Lífeyrissjóður verksmiðja SÍS á Akureyri er nú innan raða Samvinnulífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóður verkstjóra fór inn í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Lífeyrissjóður Verstjórafélagsins Þórs: Sjófélögum var greidd út öll séreignin og sjóðurinn var lagður niður. Lífeyrissjóðurinn Sameining er nú innan raða Lífeyrissjóðs Norðurlands. Styrktar- og lífeyrissjóður starfsmanna SÍF sameinaðist í ALVÍB. Þá má geta þess að lokum að Tryggingasjóður löggiltra endurskoðenda fór til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.