Hvaða lífeyrissjóðir náðu bestu meðalávöxtun 1995 til 1999?

Í nýbirtri skýrslu Fjármáleftirlitsins um lífeyrissjóðina er m.a. birtar upplýsingar um ávöxtun sjóðanna. Á það bæði við um árið 1999 og einnig er sýnd reiknuð meðalávöxtun lífeyrissjóðanna árin 1995 til 1999.

Eftirfarandi 10 lífeyrissjóðir sýndu bestu meðalávöxtun árin 1995 til 1999: 1. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 12,6% 2. Lífeyrissjóður Vesturlands 11,2% 3. Lífeyrissjóður Norðurlands 10,7% 4. Lífeyrissjóður lækna 10,4% 5. Lífeyrissjóður verkfræðinga 10,3% 6. Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands h.f. 9,8% 7.-9. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 9,7% 7.-9. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 9,7% 7.-9. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 9,7% 10. Samvinnulífeyrissjóðurinn 9,3% Rétt er að fram komi að Fjármálaeftirlitið gerir almennan fyrirvara um réttmæti samanburðar á milli einstakra lífeyrissjóða. Þetta eigi sérstaklega við um samanburð á hreinni raunávöxtun milli sjóðanna. Samkvæmt reglum lífeyrissjóðanna skal meta skuldabréf miðað við kaupávöxtunarkröfu en hlutdeildarskírsteini verðbréfasjóða og skráð hlutabréf skulu metin á markaðsverði. Mismunandi samsetning á tegundum verðbréfa á milli lífeyrissjóða að öðru óbreyttu geti því haft áhrif á árlega raunávöxtun eigna einstakra lífeyrissjóða. LL-FRÉTTIR birta því aðeins samanburð yfir fimm ára tímabil, enda ættu slíkar upplýsingar um raunávöxtun lífeyrissjóðanna að gefa raunsannari mynd af fjárfestingarárangri sjóðanna, heldur en ef samanburðurinn næði aðeins yfir eitt ár.