Hvaða lífeyrissjóðir eru stærstir í Evrópu?

Olíusjóður norska ríkisins (The Norwegian State Oil Fund) er sá lífeyrissjóður sem mest hefur vaxið í Evrópu síðustu 12 mánuðina. Miðað er við tímabilið september 2000 til september 2001. Birtur er listi yfir 20 stærstu lífeyrissjóðina í Evrópu.

Tímaritið Investment & Pension Europe hefur birt lista yfir 1.000 stærstu lífeyrissjóðina í Evrópu. Eignir norska olíusjóðsins hafa meira en tvöfaldast síðustu 12 mánuðina, eða úr 1.987 milljarðar ísl. króna í 4,455 milljarða ísl. kr. Lang stærsti lífeyrissjóðurinn er hollenski sjóðurinn ABP með eignir sem námu 13.650 milljörðum ísl. kr. um síðustu mánaðarmót. Annar stærsti sjóðurinn er AP-sjóðurinn í Svíþjóð, þar sem eignirnar nema um 6.024 milljörðum ísl. kr. Í raun og veru samanstendur AP-sjóðurinn af sex sjóðum, sem allt eins geta tilheyrt almannatryggingakerfinu. Þriðji stærsti sjóðurinn er hollenski lífeyrissjóðurinn PGGM, sem nær yfir heilsugeirann, og er með eignir sem nema um 4.732 milljarða ísl. kr. Á lista yfir 20 stærstu lífeyrissjóðina eru 13 frá Bretlandi, tveir frá Hollandi, tveir frá Danmörk, og einn frá Svíþjóð, Noregi og Sviss. Stærsti breski sjóðurinn er British Telecom með eignir sem nema um 4.354 milljörðum króna. 20 stærstu lífeyrissjóðirnir í Evrópu í september 2001. Eignir sýndar í milljónum evra: 1)ABP, Holland, 149,747.50 2)AP, Svíþjóð, 66,200.00 3)PGGM, Holland, 52,184.70 4)State Oil Fund, Noregur, 48,953.00 5)British Telecom, Bretland, 47,842.60 6)CMT Pension Trustee Services, Bretland, 36,672.58 7)Electricity pension Services, Bretland, 35,445.76 8)Universities Superannuation Scheme, Bretland, 35,376.53 9)ATP - Arbejdsmarkedets Tillagspension, Danmörk, 30,819.89 10)Post Office, Bretland, 28,500.00 11)Bundes, Pensionskasse des, Sviss, 22,377.75 12)lattice Group, Bretland, 21,178.10 13)PFA (Pension Fund Administration), Danmörk, 21,000.00 14)Barclays Bank, Bretland, 20,851.75 15)Lloyds TSB Group, Bretland, 20,769.16 16)BP Amoco, Bretland, 20,148.35 17)Scottish Public Pensions Agency, Bretland, 19,000.00 18)National Westminster Bank, Bretland, 18,960.33 19)Shell Pensions, Bretland, 18,353.52 20)British Airways, Bretland, 16,845.43


Heimild: IPE