Hringbraut og hækkandi lífaldur

Sjónvarpsstöðin Hringbraut stóð nýverið, í samstarfi við LL, að gerð tveggja sjónvarpsþátta þar sem hærri eftirlaunaaldur var í aðalhlutverki. Í fyrri þættinum sem kallast Lífaldur og sýndur var 6. maí sl, ræðir Helgi Pétursson við Dr. Hennig Kirk sem kom hingað til lands í apríl sl. til að tala á málþingi lífeyrissjóðanna og aðila vinnumarkaðarins. Málþingið fjallaði um þær áskoranir sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir vegna hækkandi lífaldurs. Í þættinum er einnig rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, Stefán Ólafsson, prófessor, sem flutti framsögu á þinginu og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM. 

Síðari þátturinn ber heitið Hækkun eftirlaunaaldurs og var sýndur 13. maí sl. Þar ræðir Helgi við Jakobínu Hólmfríði Árnadóttur, frá Gallup sem flutti framsögu á þinginu, Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Þórey S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra LL og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Við viljum enn fremur vekja athygli á þætti sem sýndur var á Hringbraut 8. apríl sl.-  Er gott lífeyriskerfi á Íslandi. Þar ræðir Helgi Pétursson við Stefán Halldórsson um lífeyriskerfið á Íslandi, kosti þess og galla. 

helgi p