Hrein raunávöxtun Lífiðnar var 9,9% árið 2003.

Nafnávöxtun lífeyrissjóðsins fyrir árið 2003 var 13,5% sem gerir raunávöxtun um 10,1% og hreina raunávöxtun 9,9%. Allir eignaflokkar Lífiðnar voru með jákvæða ávöxtun. Ávöxtun innlenda og erlenda hlutabréfasafnsins var mjög góð en samtals eru þessir eignaflokkar um 24% af heildarsafni sjóðsins. Fjárfestingartekjurnar voru 2,6 milljarðar á árinu en voru neikvæðar um 323 milljónir árið áður.

Árið 2003 var mjög gott ár hjá Lífiðn. Ávöxtun var góð og sjóðurinn bætti tryggingarstöðu sína enn frekar og er hún orðin afar sterk. Iðgjöld héldu áfram að aukast og einnig greiddur lífeyrir en hann var að auki hækkaður um 15,5% á árinu 2002. Séreignardeild Lífiðnar heldur áfram að vaxa og voru allar leiðir með jákvæða ávöxtun.

 Tryggingarstaðan mjög sterk – eignir umfram skuldbindingu 6,4%

Heildareignir Lífiðnar voru 22,8 milljarðar í árslok 2003 og höfðu aukist um 20% á milli ára. Tryggingarstaða Lífiðnar er afar traust og batnaði töluvert á milli ára. Skv. tryggingarfræðilegri úttekt þá eru eignir umfram heildarskuldbindingu 6,4% og er það í dag með því betra sem sést hjá lífeyrissjóðum. Eignasamsetning sjóðsins ásamt breytingu á réttindakerfi sjóðsins árið 2002 hefur valdið því að sjóðurinn er með mjög trausta stöðu þrátt fyrir þrjú erfið ár þar á undan í ávöxtun.

Lykiltölur

 Heildareignir eru 22,8 milljarðar og aukast um 20% á milli ára. Iðgjaldatekjur eru 1,6 milljarður. Greiddur lífeyrir er 274 milljónir og eykst um 28% á milli ára en þar vegur mest 15,5% hækkun á allar lífeyrisgreiðslur sjóðsins í september 2002. Fjöldi þeirra sem greiddu til Lífiðnar á síðasta ári voru 5.237 en samtals eiga um 12 þús. réttindi í sjóðnum. Lífeyrisþegar eru 561.

 Séreignardeild – góð ávöxtun á öllum leiðum.

 Lífiðn bíður upp á 10 ávöxtunarleiðir þar af eru leiðir 3-10 boðnar í samvinnu við verðbréfafyrirtækið Virðingu hf. Ranávöxtun leiðanna á síðasta ári var á eftirfarandi hátt:  

 1 Skuldabréf - hlutabréf  7,20%

2 Innlend skuldabréf 6,20%

3 Alþjóðlegur vísitölusjóður 13,90%

 4 Evrópskur vísitölusjóður 18,10%

5 Bandarískur vísitölusjóður 9,30%

6 Alþjóðlegur vaxtarsjóður 5,20%

7 Alþjóðlegur tæknisjóður 23,30%

 8 Alþjóðlegur heilsu- og líftæknisjóður  7,50%

 9 Innlend hlutabréf 34,50%

 10 Alþjóðlegur virðissjóður  15,10%

 


Fréttatilkynning frá Lífeyrissjóðnum Lífiðn.