Vönduð ársskýrsla er komin út á vegum Samvinnulífeyrissjóðsins. Eignir sjóðsins voru um síðustu áramót 14.568 m.kr., sem er aukning frá árinu á undan um rúmlega 2.500 m.kr.
Árið 1999 var 60.starfsár Samvinnulífeyrissjóðsins og tilheyrir hann því öldungadeildinni í íslenska lífeyriskerfinu. Starfsemi sjóðsins á afmælisárinu mótaðist af því að það var fyrsta heila árið sem sjóðurinn starfaði í þremur deildum, þ.e. stigadeild, aldursháðri deild og séreignadeild. Í ársskýrslunni er að finna gagnmerkt ávarp framkvæmdastjóra sjóðsins, Margeirs Daníelsssonar, þar sem m.a. er varað við samþjöppun fjármálalegs valds og aukna stéttaskiptingu þjóðarinnar sem leiði af sér óvild, öfund og sundrungu. Í skýrslunni er líka að finna gagnlega grein um þróun verðbréfaviðskipta á síðasta ári eftir Þorstein Ólafs, útibússtjóra hjá Búnaðarbanka Íslands og Guðbrandur Þorkell Guðmundsson, varaformaður stjórnar sjóðsins, skrifar fróðlega grein, sem hann nefnir "Brot úr 60 ára sögu Samvinnulífeyrissjóðsins." Á aðalfundi Samvinnulífeyrissjóðsins fyrir skömmu voru lífeyrisréttindi sjóðfélaga bætt, m.a. með afnámi svokallaðrar 30 ára reglu við ávinnslu réttindi. Þá var hrein raunávöxtun sjóðsins nam 12,5% á síðasta ári sem telja verður mjög góðan árangur.