Hrein eign Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja tæpir 11 miljarðar króna í árslok 2001.

Hrein eign lífeyrissjóðsins til greiðslu lífeyris var í árslok 10.927 milljónir og hækkaði um 881 milljón á árinu, eða um 8,8%. Iðgjaldatekjur voru 459 milljónir og jukust um 23,8% á milli ára og lífeyrisgreiðslur voru 241 milljón, hækkuðu um 10,8%.

Verðbréf með breytilegum tekjum voru 35,3% af fjárfestingum, eignir í erlendum gjaldmiðlum 21,0% og hlutfall óskráðra verðbréfa 9,8%. Hrein raunávöxtun var neikvæð um 1,92% og meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 4,86%. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar námu 1.257 milljónum, eða 12,1%, en 497 milljónir vantar uppá til að mæta heildarskuldbindingum, eða 2,5%.