Hrein eign lífeyrissjóða hefur hækkað um tæplega 11% á síðustu 12 mánuðum.

Hrein eign lífeyrissjóða var 1.808 ma.kr. í lok júlí sl. og hafði hækkað í mánuðinum um 2,4 ma.kr. (0,1%). Tólf mánaða hækkun hennar til júlíloka var 10,6% samanborið við 20,6% á sama tímabili ári fyrr. Sjóður og bankainnstæður hækkuðu um 10,5 ma.kr en útlán og verðbréfaeign lækkaðu um 9,1 ma.kr í mánuðinum. Verðbréf með breytilegum tekjum lækkuðu í mánuðinum um tæpa 26 ma.kr og vó þar hæst lækkun erlendra hlutabréfasjóða um 24,2 ma. kr. Verðbréf með föstum tekjum jukust hins vegar í júlí um tæpa 16,9 ma.kr.