Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna í vanda þrátt fyrir ágæta ávöxtun.

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn fyrir skömmu. Þar kom m.a. fram að hrein eign hlutfallsdeildar sjóðsins lækkaði um 3,78% og raunávöxtunin var 8,00%. Tryggingafræðileg staða hlutfallsdeildar sjóðsins er sú að skuldbindingar umfram eignir eru 11,8% af skuldbindingum. Hrein eign stigadeildar hækkaði um 17,2% og raunávöxtun eigna deildarinnar var 10,21%.

 

Hlutfallsdeild sjóðsins á í vanda. Greiðandi sjóðfélögum fækkar og greiddur lífeyrir er hærri en innborganir sjóðfélaga. Lengri lífaldur þýðir 3% hærri heildarskuldbindingar.  Kaupmáttaraukning þeirra sem eru að greiða í sjóðinn eykur byrði þar sem eldri réttindi eru uppreiknuð miðað við launini í dag og launahækkanir umfram samninga SÍB er algerlega á valdi aðildarfyrirtækjanna.

 

Forsendur við stofnun hlufallsdeildar árið 1997 hafa ekki gengið eftir. Ekki er hægt að reka hlufallsdeild áfram með óbreyttu fyrirkomulagi vegna kaupmáttaraukningar. Stjórnin hefur verið í viðræðum við aðildarfyrirtækin þar sem tillögur stjórnarinnar hafa verið þær að inngreiðslur fylgi neysluvísitölu, það sem umfram er fari í séreignarsjóð. Hrein eign í hlutfallsdeild til greiðslu lífeyris hækkaði á árinu um 1,8 ma.kr. og styrktist staða deildarinnar því verulega á árinu 2004. Greiðandi sjóðsfélögum fer fækkandi og greiddur lífeyrir hefur verið hærri en innborganir sjóðsfélaga líkt og undanfarin ár. Ávöxtun hlutfallsdeildar var ágæt miðað við varkára fjárfestingastefnu en mestur hluti eigna deildarinnar er í skuldabréfum.

 

Hrein eign stigadeildar til greiðslu lífeyris hækkaði um 1.295 m.kr. Sjóðfélögum fjölgar jafnt og þétt og eru þeir nú 1516 og innborganir eru miklu hærri en greiddur lífeyrir. Stigadeildin er vel stödd hvað varðar áfallnar skuldbindingar.

 

Sjóðsfélagar eru rúmlega 6000. Þar af eru 35% eru inngreiðandi, 55% sem eiga geymd réttindi og um 10% eru á lífeyri. Á árinu var hámark sjóðfélagalána hækkað í 15 milljónir og vextir lækkaðir í 4,3% í kjölfar breytinga sem urðu á húsnæðismarkaði.

 

Tryggingafræðileg staða hlutfallsdeildar sjóðsins er sú að skuldbindingar umfram eignir eru 11,8% af skuldbindingum. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 129/1997 skyldar sú staða sjóðinn til að grípa til aðgerða til að jafna stöðu eigna og skuldbindinga. Staða stigadeildar er heldur betri en þó neikvæð um 4,1 %. Staða stigadeildar er innan þeirra marka sem lög kveða á um varðandi hvenær grípa þarf til aðgerða vegna skuldbindinga umfram eignir.