Hrein raunávöxtun LSR var neikvæð um 1,38% á árinu 2002 í samanburði við 0,01% hreina raunávöxtun árið 2001. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 2,81% og síðustu 10 ár 4,12%. Heildareignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í árslok 2002 námu 116,1 milljarði króna.
Ávöxtun innlendra skuldabréfa og hlutabréfa var góð á árinu en neikvæð ávöxtun erlendra hlutabréfa dregur heildarávöxtun sjóðsins niður. Raunávöxtun skuldabréfa í eigu sjóðsins var 6,4% og raunávöxtun innlendra hlutabréfa 15,5%. Raunávöxtun erlendra hlutabréfa sjóðsins var neikvæð um 36,2% í íslenskum krónum.
Hrein raunávöxtun B-deildar LSR var neikvæð um 0,75% á árinu 2002 í samanburði við 0,67% hreina raunávöxtun árið 2001. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 3,05% og síðustu 10 ár 4,25%. Heildareignir sjóðsins námu 90,1 milljarði í lok árs 2002 en 81,3 milljörðum í lok árs 2001. Raunávöxtun skuldabréfa í eigu B-deildar var 6,4%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 15,1% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð um 35,6%. Af verðbréfaeignum sjóðsins eru 76,2% í innlendum skuldabréfum, 11,8% í innlendum hlutabréfum og 12,0% í erlendum hlutabréfum.
Hrein raunávöxtun A-deildar LSR var neikvæð um 3,5% á árinu 2002 í samanburði við – 2,9% hreina raunávöxtun árið 2001. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar frá 1998 er 2,48%. Heildareignir sjóðsins námu 24,4 milljörðum króna í lok árs 2002 en 18,4 milljörðum í lok árs 2001. Raunávöxtun skuldabréfa í eigu A-deildar var 6,4%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 16,5% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð um 37,7%. Af verðbréfaeignum sjóðsins eru 70,0% í innlendum skuldabréfum, 13,2% í innlendum hlutabréfum og 16,8% í erlendum hlutabréfum.
Heildareignir Séreignar LSR námu 1.463 m.kr. í árslok 2002 og jókst hrein eign sjóðsins um 508 m.kr. eða 53%. Kaupþing hefur haft umsjón með rekstri Séreignar LSR frá árinu 1999 en 1. janúar 2003 fluttist eignastýring yfir til LSR og frá og með 1. maí flyst rekstur deildarinnar alfarið til LSR.