Landssamtök lífeyrissjóða hafa í góðu samstarfi við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda ákveðið að fara í haustferð laugardaginn 9.september n.k. Ákveðið hefur verið að fara á slóðir Njáls og í Þórsmörk.
Ferðaáætlun: Mæting að Skúlagötu 17 (þar sem Söfnunarsjóðurinn er til húsa) kl. 8:00 og lagt af stað eigi síðar en kl:8:30. Stefnan tekin á Hellu. Hella: Áætlaður komutími á Hellu er 10:00. Þar munu leiðsögumenn taka á móti okkur með tilheyrandi viðhöfn. Lagt af stað kl. 10:30 á Njáluslóðir. Þessi ferð tekur ca. 2 tíma. Hvolsvöllur: Komið á Hvolsvöll kl. 12:30. Þar munum við skoða Sögusafnið þeirra undir leiðsögn og snæða hádegisverð. Áætluð brottför frá Hvolsvelli í Mörkina er kl. 14:00. <mm<Þórsmörk: Komutími í Stakkholtsgjá er 15:15. Þeir sem vilja ganga inn í gjánna verða eftir en hinir fara inn í Bása og Langadal. Gönguferð úr Langadal og yfir í Húsadal fyrir þá sem vilja (þetta er létt ganga og á að vera við allra hæfi) hinir sem treysta sér ekki eða nenna ekki fara með rútunni í Húsadal. Gönguhópur í Stakkholtsgjá tekinn í bakaleiðinn inn í Húsadal. Húsadalur: Þangað er áætlað að koma kl. 17:45 og kl. 18:00 verður grillmatur með tilheyrandi meðlæti að hætti Austurleiðamanna. Heimkoma: Áætlaður brottfaratími úr Húsadal er kl. 20.00 en ef veðrið er gott gæti heimferðinni seinkað svolítið. Komið verður við á Hvolsvelli og gert stutt stopp þar, síðan haldið í bæinn. Áætlaður komutími að Skúlagötu 17 er 22:30 – 23:30. Þátttökugjald er 5.000 kr.