Lífeyrissjóður Vesturlands skilaði 15,9% hreinni raunávöxtun samkvæmt ársuppgjöri fyrir árið 1999. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar fyrir árin 1995 til 1999 var hins vegar 11,2%, sem er með því hæsta sem vitað er um.
Lífeyrissjóður Vesturlands skilaði 15,9% hreinni raunávöxtun samkvæmt ársuppgjöri fyrir árið 1999. Í árslok 1999 var hrein eign til greiðslu lífeyris 6,9 milljarðar en það er hækkun um 25,6% á milli ára. Greiddur lífeyrir var 196,6 milljónir, sem er hækkun um 8,2%. Innborguð iðgjöld voru 368,7 milljónir, en það er hækkun um 7,9%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt í lok ársins 1999 á nam endurmetin eign sjósins umfram skuldbindingu 396 millj. kr. sem er 3,1% eign umfram heildarskuldbindingar sjóðsins. Sjóðurinn stendur þetta vel þrátt fyrir að hafa aukið réttindi sjóðfélaga um 7% þann 1. janúar 1997 og um 7,1% þann 1. júlí 1999. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar fyrir árin 1995 til 1999 er 11,2%. Þessi ávöxtun fyrir árin 1994 til 1998 var 9,0%, sem var samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins, næst hæsta ávöxtunin hjá lífeyrissjóðunum.