KPMG hefur gefið út nýja útgáfu af Handbók stjórnarmanna. Í nýju útgáfunni er ítarlegri umfjöllun um t.d. áhættustjórnun, stefnumótun og sviðsmyndir, árangursmat stjórnar, rafrænar stjórnarvefgáttir, aðgerðir í kjölfar hluthafafunda og hvernig haga eigi skattlagningu þóknunar fyrir stjórnarstörf.
Markmiðið með útgáfunni er að taka saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna.
Frekari upplýsingar um Handbók stjórnarmanna má finna á heimasíðu KPMG, sjá hér.