Hækkun ellilífeyrisaldurs í Hollandi

Hollenska þingið hefur samþykkt að stig hækka almennan ellilífeyrisaldur sem nú er 65 ár í 66 ár árið 2019. Stefnt er að því að hækka lífeyristökualdur enn frekar til samræmis við auknar lífslíkur í 67 ár árið 2024. Í samningi stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins um lífeyrismál var stefnt að því að hækka núverandi eftirlaunaaldur í 66 ár árið 2020 og 67 ár árið 2025. Aðgerðir þessar eru hluti af niðurskurðaráætlunum á útgjöldum ríkisins og er ætlað að lækka fjárlagahallann um 3%. Jafnframt er dregið úr framlögum sem ætluð eru til að halda fólki lengur á vinnumarkaði.

Fulltrúar stéttarfélaga hafa harðlega mótmælt þessum aðgerðum sem þeir telja brot á samningi um eftirlaunaréttindi starfsmanna. Samtök lífeyrissjóða hafa bent á að stig hækkandi lífeyristökualdur hafi veruleg áhrif á áætlanir um lífeyri þar sem um er að ræða grunnforsendur sem valda miklum áhrifum á áætlaðan lífeyrissparnað.
Samtók atvinnurekenda hafa lýst yfir stuðningi við þessar niðurskurðaraðgerðir sem þeir telja lið í að ná fjárhaglegum stöðugleika í Hollandi og bæta alþjóðlega ímynd landsins.

Heimild:www.ipe.com