Hádegisverðarfundur hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga n.k. þriðjudag.

Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að lögð voru drög að stofnun Lífeyrissjóðs verkfræðinga og hafin var greiðsla iðgjalda til sjóðsins. Þriðjudaginn 5. október n.k. efnir Lífeyrissjóður verkfræðinga til hádegisfundar um efnið "Er núverandi skipan íslenska lífeyrissjóðakerfisins ákjósanleg til frambúðar?"

Kunnir gestir með reynslu úr stjórnmálum, viðskiptalífi og af starfsemi lífeyrissjóða leiða umræður um fundarefnið, þeir Pétur Blöndal alþingismaður, Gunnar Páll Pálsson formaður VR, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans og Þórólfur Árnason borgarstjóri, fyrrverandi formaður sjóðsins.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 12. Veitingar verða í boði lífeyrissjóðsins.

Skráning fer fram í síma 568 8504 eða með tölvupósti : postur@lifsverk.is

Meginmál]