Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ráðið Guðmund Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóra sjóðsins. Guðmundur hefur starfað hefur hjá sjóðnum sem forstöðumaður eignastýringar undanfarin ár.
Þá er Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, nýr stjórnarformaður sjóðsins. Stjórnina skipa fjórir fulltrúar frá VR og fjórir fulltrúar frá þeim samtökum atvinnurekanda sem að sjóðnum standa. Guðmundur Þ. Þórhallsson er 45 ára með viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands og kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur MA í uppeldis- og menntunarfræðum og eiga þau tvo syni.