Greiðslur lífeyrissjóðanna komnar fram úr lífeyrisbótum almannatrygginga

Í fyrra námu lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna tæpum þrem milljónum hærri fjárhæðum en lífeyrisbætur almannatrygginga.

Með lífeyrisbótum almannatrygginga er átt við ellilífeyri, örorkulífeyri, tekjutryggingu, tekjutryggingarauka, örorkustyrk og barnalífeyri.

Í hlutfalli af landsframleiðslu hafa lífeyrisútgjöld landsmanna vaxið úr 3,9% á árinu 1990 í 5,6% á árinu 2001. Hlutur lífeyrissjóðanna í lífeyrisgreiðslum hefur aukist um 1,3% af landsframleiðslu frá árinu 1990 en hlutur almannatrygginga í lífeyrisgreiðslum um hálft prósentustig á sama tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjór hefur hlutfall þeirra sem hafa engar aðrar tekjur en greiðslur Tryggingastofnunar lækkað verulega frá árinu 1991 eða úr 3,9% í 1,2%. Þessi fækkun starfar fyrst og fremst af fjölgun þeirra sem fá greiðslur frá lífeyrissjóðum.


Heimild: Staðtölur almannatrygginga 2001.