Fjármálaeftirlit Noregs hefur heimilað vogunarsjóðum að starfa og markaðssetja sig gagnvart stofnanafjárfestum þar í landi en sjóðirnir verða áfram að halda sig frá einstaklingum og öðrum slíkum fjárfestum.
Nýju reglurnar tóku gildi núna 1. júlí 2010 og varða „sérstaka sjóði“. Reglurnar heita með öðrum orðum Verdipapirfondlovens regler om spesialfond. Norsk stjórnvöld vilja með þessu tryggja að Noregur verði samkeppnishæfur á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Áhrifin láta ekki á sér standa því bæði norsk og erlend fjármálafyrirtæki boða nú starfsemi vogunarsjóða á norskri grundu.
Heimild: NTB-fréttastofaneginmál]