Alþingi hefur samþykkti lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Lögin gera fasteignakaup auðveldari og afborganir léttari fyrir nýja kaupendur á fasteignamarkaði.
Lögin gera einstaklingum kleift að ráðstafa séreignarsparnaði sem safnast hefur upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu íbúð. Þau heimila einnig ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna. Séreignarsparnaður sem nýttur er á þennan hátt er skattfrjáls. Heimilt er að nýta hann í 10 ár og er hámarksfjárhæð á ári 500 þús. kr. á einstakling.
Lífeyrissjóðir bjóða viðbótarlífeyrissparnað og eru góður kostur fyrir húsnæðissparnað. Ungir sjóðfélagar sem eru að huga að íbúðakaupum ættu að snúa sér til síns lífeyrissjóðs og fá upplýsingar um úrræðið.