Góður árangur af starfsemi JANUS endurhæfingu.

JANUS endurhæfing var stofnuð árið 2000 vegna skorts á atvinnuendurhæfingu á Íslandi. Markmið endurhæfingarinnar er að hjálpa þátttakendunum aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám. Sjúkrasjóðir, verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir standa að starfsemi Janusar. Árangur starfseminnar er góður. Fram til síðustu áramóta hafa sextíu einstaklingar hafið endurhæfingu. Af þeim eru fimmtán í atvinnu og átta einstaklingar eru í almennu námi.

Endurhæfingin byggir á heildrænni sýn á heilbrigði. Gengið er út frá því að umhverfið hafi áhrif á einstaklinginn og einstaklingurinn á umhverfið. Einnig að þátttakandinn sé sérfræðingur í sjálfum sér og þurfi stuðning til að ná þeim markmiðum sem hann setur sér. Starfsemin miðast að því að þátttakandinn nái að auka virkni sína og nái settum markmiðum.

Í rannsókn sem unnin var sem lokaverkefni í námsráðgjöf við Háskóla Íslands síðastliðið vor um Janus endurhæfingu kom m.a. fram almenn ánægja þátttakenda með endurhæfinguna og ánægja með tengingu endurhæfingarinnar við skólann.  

JANUS endurhæfing var í upphafi tilraunaverkefni en þar sem starfsemin sýndi góðan árangur var ákveðið að halda henni áfram. Í júlí í ár gerðust eftirfarandi sjúkrasjóðir, félög og lífeyrissjóðir hluthafar í JANUS endurhæfing: Efling stéttarfélag, Félag bókagerðarmanna, Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna, Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Trésmiðafélag Reykjavíkur og Verslunarmannafélag Reykjavíkur.

 

Formaður stjórnar JANUS er Þorbjörn Guðmundsson og framkvæmdastjóri er Kristín Siggeirsdóttir. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá JANUS endurhæfing í síma 522 6575.