Góð raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja árið 2003 bætir tryggingafræðilega stöðu verulega.

Hrein nafnávöxtun sjóðsins var 12,20% og hrein raunávöxtun varð því 9,23%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára var 3,88% og síðustu 10 ára 5,41%. Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris var 12.922 milljónir í árslok og hækkaði um 1.565 milljónir á árinu, eða um 13,8%.

Í árslok voru verðbréf með breytilegum tekjum um 41,7% af fjárfestingum, eignir í erlendum gjaldmiðlum 19,6% og hlutfall óskráðra verðbréfa 4,6%.

 

Iðgjaldatekjur voru 483,3 milljónir og lækkuðu um 8,2% á milli ára.  Alls greiddu um 2200 sjóðfélagar iðgjöld til samtryggingardeildar, eða nokkru færri greiðendur en á fyrra ári.

 

Lífeyrisgreiðslur voru 313,5 milljónir og hækkuðu um 11,0% frá fyrra ári.

Lífeyrisþegar voru alls 825 og fjölgaði um 56 á árinu.

 

Tryggingafræðilegt uppgjör í árslok sýnir verulegan bata á stöðu sjóðsins, sem byggist á góðri raunávöxtun. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar nema 1.357 milljónum, eða 11,0% en 781 milljón vantar uppá til að mæta heildarskuldbindingum, eða 3,7% á móti 9,1% árið áður.

 

Mikill vöxtur var í séreignadeild sjóðsins og tvöfaldaðist hrein eign hennar á árinu.

Hrein raunávöxtun séreignadeildar var 21,35%. Raunávöxtun á Safni I var 17,5% og 22,8% á Safni II, en það hefur hærra hlutall hlutabréfa.

Heildareign séreignadeildar var 58,6 milljónir í árslok og fjöldi rétthafa um 1400.

  

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn 8. maí 2003, kl. 16:00 í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.   Allir sjóðfélagar geta sótt fundinn með málfrelsi og tillögurétti.