Í tengslum við ársfundi lífeyrissjóðanna er nú hægt að gera sér betur grein fyrir raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra. Fjárfestingarárangur sjóðanna er nokkuð misjafn og fer verulega eftir því hversu stórhluti eignanna er í innlendum hlutabréfum. Af þeim sjóðum sem þegar hafa birt ársreikninga sína er raunávöxtunin best hjá Lífeyrissjóði sjómanna og Samvinnulífeyrissjóðnum. Í eftirfarandi línuriti frá Vegvísi Landsbankans er greint frá hreinni raunávöxtun all margra lífeyrissjóða. Rétt er þó að fram komi að ekki eru allar þessar tölur um ávöxtun endanlega staðfestar.