Góð raunávöxtun hjá lífeyrissjóðunum.

Árið 2004 var sérstaklega gott ár fyrir lífeyrissjóðina, einkum fyrir þá sjóði, þar sem innlend hlutabréf vigta mikið í eignasöfnunum.  Engu skal spáð um raunávöxtun sjóðanna að öðru leyti en þvi  að líkur eru á því að meðaltalsraunávöxtun verði yfir 10% á árinu og nálgist því metárin 1999 með 12% raunávöxtun og 2003 með 11,3% raunávöxtun. Heldur slaknaði á raunávöxtun sjóðanna á síðasta ársfjórðungi ársins, sem rekja má til  þess að Úrvalsvísitalan lækkaði og  gengi íslensku krónunnar styrkist umtalsvert gagnvart bandaríkjadollar.    

Nú  liggur fyrir hvernig ávöxtun einstakra hlutabréfa hefur verið á árinu 2004. Fjárfestingarfélagið Atorka er það félag sem bestri ávöxtun skilar árið 2004 eða rúmlega 238%. Landsbankinn, Jarðboranir og Straumur skiluðu öll meira en 100% ávöxtun og KB banki var rétt undir því með um 97% ávöxtun.
Af þeim félögum sem voru með neikvæða ávöxtun á árinu kom Fiskeldi Eyjafjarðar verst út með 33,3% lækkun. Næst komu Actavis með 7,4% lækkun og Medcare Flaga með 3,2%.
Árið í heild var mjög gott og er það næstbesta frá upphafi, en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 58,9%. Aðeins árið 1996 hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en nú en þá nam hækkunin 59,4%

 

 

Hækkun Úrvalsvísitölunnar síðustu 6 mánuð eða frá 1. júlí til 31. desember 2004: