Góð meðalraunávöxtun lífeyrissjóðanna 1997 til 2001.

Nú hafa nokkrir af lífeyrissjóðum landsins kynnt helstu niðurstöður úr starfsemi sjóðanna á liðnu ári. Þegar horft er á raunávöxtun lífeyrissjóðanna er mikilvægt að einblína ekki um of á afkomutölur eins árs heldur er mikilvægt að skoða lengra tímabil þegar mat er lagt á afkomu sjóðanna.

Eins og sjá má í eftirfarandi töflu er árleg meðalraunávöxtun þeirra lífeyrissjóða, sem auglýst hafa afkomu sína á liðnu ári, yfir 5 ára tímabil 1997 til 2001 góð, þrátt fyrir að afrakstur áranna 2000 og 2001 hafi verið magur: Árleg meðalraunávöxtun Lífeyrissjóður verzlunarmanna 5,9% Lífeyrissjóður Norðurlands 5,8% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 5,5% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 5,4% Lífeyrissjóður sjómanna 5,0% Lífeyrissjóður lækna 4,9% Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 4,9% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 4,9% Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 4,9% Lífeyrissjóður Vesturlands 4,7% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 4,5%