Frjálsi lífeyrissjóðurinn skilaði góðri ávöxtun á fyrstu sex mánuðum ársins 2006. Gott gengi á erlendum verðbréfamörkuðum og virk stýring sjóðsins skiluðu ávöxtun umfram þá kröfu sem gerð er í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Góður árangur skýrist einkum af undir- og yfirvigt einstakra verðbréfaflokka, vali á einstökum verðbréfum og árangursríkri gjaldeyrisstýringu.
Nafnhækkun fjárfestingarleiða sjóðsins fyrstu sex mánuði ársins.
Nafnhækkun Frjálsa 1, sem hefur mest vægi hlutabréfa og er fjölmennasta og stærsta fjárfestingarleiðin, var 13,3%. Hækkunin jafngildir 28,3% ávöxtun á ársgrundvelli. Hækkun leiðarinnar var 5,6% umfram fyrirfram skilgreinda viðmiðunarvísitölu, sem er ákvörðuð í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins.