Góð afkoma Sameinaða lífeyrissjóðsins s.l. 12 mánuði.

Gengið hefur verið frá endurskoðuðu árshlutauppgjöri Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2000. Rekstur sjóðsins hefur gengið vel síðustu 12 mánuði. Nafnávöxtun sjóðsins frá 1. september 1999 til 31. ágúst er 24,9% og raunávöxtun 19,3%.

Góð ávöxtun skýrist fyrst og fremst af mikilli hækkun á innlendri og erlendri hlutabréfaeign sjóðsins. Iðgjaldatekjur hafa vaxið verulega og sjóðfélögum fjölgað. Helstu tölur úr rekstri fyrstu 8 mánuði ársins 2000 eru sem hér segir: Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum 0,1% Lífeyrisgreiðslur 658 millj. kr. Lífeyrisþegar 3.036 Iðgjaldatekjur 1.409 millj. kr. Fjöldi þeirra sem greiddu iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu 10.688 Á aðalfundi sjóðsins 15. maí s.l. var í ljósi góðrar afkomu ákveðið að auka lífeyrisréttindi sjóðfélaga um 7% umfram verðbólgu. Þrátt fyrir það er tryggingafræðileg staða sjóðsins góð og nemur eign umfram skuldbindingu 9%í lok ágúst 2000 þrátt fyrir aukingu lífeyrisréttinda í júlí s.l. Ítarlegar upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimasíðu hans. Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.is.


Úr fréttatilkynningu Sameinaða lífeyrissjóðsins.