„Gleymdur lífeyrir“ í tugmilljarðatali

Breskir lífeyrisþegar svipta sig fúlgum fjár í lífeyri sem þeir eiga rétt á en hafa annað hvort gleymt eða ekki hirt um að halda til haga. Margir öðlast rétt til lífeyris eða tryggingabóta á vinnustöðum fyrr á ævinni eða semja um slíkt en skipta síðan um vinnu eða flytja búferlum án þess að halda halda utan um þessi réttindi sín. Áætlað er að þessi „gleymdi lífeyrir“ í Bretlandi nemi jafnvirði á áttunda tug milljarða íslenskra króna. Í bresku fjármálakerfi eru reyndar margfalt meiri fjármunir „eigendalausir“ af einhverjum ástæðum, þ.e. peningar sem eigendur eiga rétt á en nálgast ekki eða innistæður sem enginn hirðir um.

Ráðuneyti lífeyrismála í Bretlandi settir á laggir þjónustudeild á árinu 2005 (Pension Tracing Service) þar sem fólki var boðin ókeypis aðstoð við að kanna hvort það ætti „gleymd“ lífeyrisréttindi einhver staðar og hvernig unnt væri þá að virkja þau. Alls hafa um 350.000 manns leitað aðstoðar starfsmanna deildarinnar og fimmti hver úr þeim hópi hefur uppgötvað gleymd lífeyrisréttindi, jafnvel svo verulegum fjárhæðum skiptir.

 

Talsmaður fjármálafyrirtækisins Alliance Trust Savings, Steve Latto, segir af þessu tilefni að vinnuaflið í Bretlandi sé á sífellt meiri hreyfingu og fólk öðlist því ýmis réttindi hjá mörgum atvinnurekendum og fyrirtækjum á heilli starfsævi. Mikilvægt sé að halda öllum réttindum til haga og láta til dæmis fyrri atvinnurekendur vita um vistaskipti og ný heimilisföng. Hann bendir fólki líka á að sameina áunnin réttindi til að halda betri sýn yfir þau þegar kemur að starfslokum og menn ætla að fara að lifa á því sem þeir hafa lagt fyrir um dagana.

 

Byggt á pensionsage.com