Lífeyrisgreiðslur hjá Gildi lífeyrissjóði eru verð- tryggðar m.v. vísitölu neysluverðs. Réttindi hjá Gildi voru hækkuð um 7% árið 2006 og 10% árið 2007 umfram vísitöluhækkanir, en lækkuð um 10% árið 2009. Frá ársbyrjun 2006 til mars 2010 hafa lífeyrisþegar hjá Gildi fengið greitt 11,3% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu fylgt vísitölu neysluverðs og 11,6% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu hækkað samkvæmt launavísitölu. Sjá meðfylgjandi línurit um þróun lífeyris frá Gildi samanborið við vísitölu neysluverðs og launavísitölu janúar 2006 til mars 2010.