Gegnumstreymiskerfið og Gunnar Tómasson

Eftir að Egill Helgason fór langt yfir strikið í Silfrinu s.l. sunnudag varðandi óhróður um íslenska lífeyrissjóðakerfið, dustaði hann rykið af gamalli grein Gunnars Tómassonar, hagfræðings um gegnumstreymiskerfi.
Guðmundur Gunnarsson svarar Gunnari og bendir á að það sé ótrúlegt að hér skuli vera til menn sem vilja brjóta niður uppbyggingu íslenska lífeyrissjóðakerfisins af því að þjóðhagslegur sparnaður hafi ekki aukist umfram þau lönd sem búa við gegnumstreymiskerfi og að hægt sé að bjarga þúsundum fjölskyldna með því að leggja lífeyriskerfið niður og losa þjóðina við þungar byrðar.

Grein Guðmundar Gunnarsson er á þessa leið:

Á svipuðum tíma og Gunnar Tómasson sendi inn pistil um lífeyrissjóðakerfið í janúar 2009 hélt aðalritari OECD, Angel Gurria opnunarræðu í Davos þar sem hann sagði að afturhvarf í hreint gegnumstreymiskerfi yrðu mikil mistök. Ætla mæti að OECD hefði eitthvað til síns máls, en Gurria notaði sömu rök og sett eru fram í grein sem Gunnar vísar til, þó hann hafi komist að annarri niðurstöðu.

Í grein Gunnars segir að “gegnumstreymiskerfi hafi reynst öðrum þjóðum vel.” Eðlilegt hefði verið hjá honum að benda á þær þjóðir máli sínu til stuðnings, en ég leyfi mér að efast um að þar sé átt við Grikkland, Frakkland og Ítalíu enda stórkostleg vandamál þar til úrlausnar, eins og hefur verið nánast daglega í fréttum. Eina heimildin sem vísað er til, er grein eftir tvo starfsmenn Seðlabanka Íslands, eftir þau Guðmund Guðmundsson og Kristíönu Baldursdóttur og haft eftir þeim að: “Ekki er að sjá að stórfelldur peningasparnaður Íslendinga með lífeyrissjóðum hafi leitt til samsvarandi þjóðhagslegs sparnaðar,” sem er svo endurtekið í niðurstöðu greinarinnar.

Af lestri greinar Gunnars mætti ætla að höfundarnir hafi komist að því að við gætum allt eins tekið upp gegnumstreymiskerfi úr því að þjóðhagslegur sparnaður er ekki meiri en raun beri vitni. Í byrjun greinarinnar segir eftirfarandi. “Eftirlaun eru nú alvarlegt áhyggjuefni í ríkisfjármálum flestra iðnvæddra landa. Þau eru að mestu greidd með skattfé og fyrirsjáanlegt að framlög til þeirra þurfa að hækka mikið næstu áratugi. Ástæðan fyrir þessu er að fjölmennir árgangar nálgast eftirlaunaaldur, íbúar landanna ná hærri aldri og eignast færri börn. Hlutfall eftirlaunaþega og fólks á starfsaldri mun því hækka mikið fram eftir 21. öld.”

Hér vísa höfundar til ráðstefnu sem Hagfræðistofnun Háskólans efndi til vorið 2004 í samvinnu við Columbiu háskóla. Þeir sem sátu þá ráðstefnu og reyndar margir aðrir fræðimenn, hafa komist að því að eftirlaun þeirra sem búa við gegnumstreymi er “alvarlegt áhyggjuefni” eins og þau Guðmundur og Kristíana komust að. Má þar nefna skýrslu Alþjóðabankans frá 2001 þar sem mælt er með uppbyggingu á þriggja stoða lífeyriskerfi, kerfi með blöndu af gegnumstreymi fyrir grunnlífeyrisrétt, sjóðasöfnun í samtryggingarkerfi og séreignarsjóði. Sú stefna byggði á ítarlegri greiningu bankans frá 1994 sem birt var undir nafninu “Averting the Old Age Crisis”. Þá hefur OECD ítrekað látið sína skoðun í ljós á málefninu samanber opnunarræðu Gurria í Davos.

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að viðra skoðanir sínar á málefninu, en þá væri vel við hæfi að bera þær saman við aðra. Mögulega hefur Gunnar Tómasson rétt fyrir sér og Alþjóðabankinn, OECD og Evrópusambandið rangt. Úr því að vísað er til greinar í Peningamálum frá 2006 hefði verið eðlilegt að vísa til orðalags höfunda að: “Nokkuð almenn sátt virðist ríkja um fyrirkomulag lífeyrismála á Íslandi og við hrósum happi að hafa valið aðra leið en þau lönd sem við líkjumst mest í lífsgæðum.” Sú sátt sem vísað er til er vissulega ekki jafn mikil nú og hún virtist vera fyrir hrun og kannski er ástæðan sú að málefnaleg umræða um lífeyrismál þjóðarinnar felst í einhliða röksemdarfærslum þeirra sem finna kerfinu allt til foráttu. Manna sem halda endurtekið uppi málatilbúnaði í Silfri Egils um kerfið, athugasemda- og gagnrýnislaust.

Er til of mikils ætlast að umræðan verði borin saman við hvað aðrar þjóðir eru að hugsa í þessum efnum, auk annarra stofnana og hagsmunasamtaka sem láta sér málið varða? Orðalagið “við hrósum happi” er ekki orðum aukið. Barátta þeirra þjóða sem stefna út úr gegnumstreymiskerfi verður þrautarganga og öll umræða í Evrópu um þriggja stoða leiðina bendir til þess að við ættum að “hrósa happi” fyrir að vera komin þó þetta nálægt því markmiði að byggja upp slíkt kerfi.

Það er ótrúlegt eftir að hafa lesið í gegnum allar þær skýrslur sem ritaðar eru um málefnið, að hér skuli vera til menn sem vilja brjóta þessa áratuga uppbyggingu niður, af því að þjóðhagslegur sparnaður hefur ekki aukist umfram þau lönd sem búa við gegnumstreymiskerfi. Að hér sé bara hægt að bjarga þúsundum fjölskyldna með því að leggja lífeyriskerfið niður og losa þjóðina við þungar byrðar. Gunnar vill eflaust að úr því að ríkið getur ekki rétt hallann af á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, sé réttast að þeir sem safnað hafa í sjóði á almennum vinnumarkaði afhendi ríkinu eignirnar í von um að Tryggingastofnun muni þjóna sem lífeyrissjóður allra landsmanna.

Sá sjóður sem ég greiði til hefur varið um 30% af eignum í skuldabréf til fjölskyldna í landinu. Á hann þá að afhenda ríkinu hin 70% og vísa sjóðfélögum á Tryggingastofnun ríkisins. Hvað ætlar Gunnar að gera ef lýðfræðilegar spár OECD rætast? Að hér verði hlutfall eldri borgara um 20% af þjóðinni og hlutfall þeirra sem greiða skatt til að fjármagna gegnumstreymiskerfið fari stöðugt lækkandi og jafnvel snarlækki þegar ungt fólk flýr landið í umvörpum vegna skattahækkana.

Í samþykktum frá fundum rafiðnaðarmanna þá kemur fram mjög skýr vilji til þess að halda áfram á þessari braut. Það er ekki uppfinning einhverrra fárra sem eru að mynda sér einhverja valdastöðu. Það einkennir þessa umræðu fullyrðingar að allt þetta fólk sé á villigötum, viljalaus verkfæri í höndum spilltra manna.

Við þessa ákvarðanatöku hefur farið fram upplýst umræða byggða á víðtækri upplýsingaöflun m.a. ráðlegginga OECD og Alþjóðabankans um að við, og reyndar aðrar þjóðir, byggjum á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Niðurstaða þessarar um ræðu er að tryggja eigi lífeyri sem er um 80% af meðaltekjum launamanns. Það komi um 60% frá uppsöfnunarsjóðum og 20% frá gegnumstreymissjóði almannatrygginga kerfisins.

Þekkt er að nokkur hluti fólks hefur kosið að vera verktakar ekki skilað inn greiðslum að fullum tekjum til uppsöfnunarkerfisins og það fólk horfir framan í þá staðreynd að það fái þar af leiðandi lítinn lífeyri, þetta fólk vill vitanlega fá aðrar lausnir. Hættum að birta endalausar hugmyndir um að hér sé bara hægt að losa okkur undan öllum vandamálum með lausnum sem henta öllum og það án fó