Fullt var út úr dyrum á fundi Félags atvinnurekenda þann 18. mars sl. þar sem Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins fluttu framsögu um áhrif af hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5%, en um hana var samið í kjarasamningunum í janúar síðastliðnum. Í pallborði voru auk Ásgeirs og Gunnars, Henný Hinz,hagfræðingur Alþýðusambands Íslands og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Fréttir af fundinum má finna hér.