Fulltrúaráðsfundur LL n.k. fimmtudag

Fulltrúaráðsfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn n.k. fimmtudag 5. des-ember á Hótel Sögu, Skála, kl. 15.00. Á dagskrá fundarins verður stefnumótunarvinna stjórnar LL og skýrsla forsætisráðherra um sveigjanleg starfslok.

Dagskrá fundarins er á þá leið að Þórólfur Árnason, fyrrv. forstjóri Tals h.f. mun fara yfir stefnumótun Landssamtaka lífeyrissjóða, stjórn LL hefur unnið að stefnumótun undanfarnar vikur. Stefnumótunin verður kynnt, þ.á.m. núverandi staða og framtíðarsýn stjórnar LL um lífeyriskerfið árið 2020.


Þá mun Tryggva Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands greina frá skýrslu starfshóps forsætisráðherra um sveigjanleg starfslok.


Kynntar verða m.a. athyglisverðar tillögur nefndarinnar um frestun starfsloka og lengingu starfsævinnar, um hlutatöku og tímabundna töku eftirlauna og hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á lögum um lífeyrissjóði, ef tillögurnar ná fram að ganga.


Hver lífeyrissjóður tilnefnir 2 fulltrúa í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þeirra eiga sæti í fulltrúaráðinu stjórn og varastjórn samtakanna.


Verkefni fulltrúaráðsins skal vera að ræða sameiginleg markmið lífeyrissjóðanna og stuðla að samheldni þeirra á milli auk þess að fjalla um þau mál sem hæst ber í starfsemi lífeyrissjóðanna á hverjum tíma.