Þetta kemur fram í sérstakri útgáfu tímaritsins um verðlaunin sem eru veitt á hverju ári þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði síðastliðið ár.
Það sem dómnefndin mun einkum hafa litið til við val sitt á sjóðnum var uppbygging sjóðsins þar sem sjóðfélagar geta ráðstafað skylduiðgjöldum sínum í samtryggingarsjóð og séreignarsjóð, fjölbreyttir valkostir í útgreiðslum fyrir sjóðfélaga og mikil fjölgun sjóðfélaga þrátt fyrir frjálsa aðildarskyldu að sjóðnum. Jafnframt að sjóðnum hefði tekist að verja hagsmuni sjóðfélaga við erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum.
Acquisition International er alþjóðlegt tímarit um fjármál sem er gefið út mánaðarlega í 53 þúsund eintökum. Með því að smella hér má sjá verðlaunaútgáfu tímaritsins.
Landssamtök lífeyrissjóða óska Frjálsa lífeyrissjóðunum til hamingju með árangurinn.