Þrátt fyrir 3,14% neikvæða raunávöxtun var raunávöxtun sjóðsins á árunum 1997-2001 jákvæð um 4,5%, sem byggist á mjög góðri raunávöxtun áranna 1997 til 1999. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 1978.
Eignir sjóðsins miðað við 31. desember 2001 nema um 10 milljörðum króna. Í sjóðnum eru 11.270 sjóðfélagar og rétthafar. Frjálsi lífeyrissjóðurinn skiptist í tvær tryggingaleiðir auk séreignardeildar. Sjóðfélagi sem greiðir 10% lögbundið framlag hefur um tvær tryggingarleiðir að velja, Leið 1 og Leið 4. Hlutverk þessarra leiða er að veita sjóðfélögum og fjölskyldum þeirra lögboðna tryggingavernd en í henni felst réttur til ellilífeyris, makalífeyris, barnalífeyris og örorkulífeyris. Séreignardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins býður upp á mismunandi fjárfestingarleiðir fyrir séreign sjóðfélaga sinna og rétthafa. Séreignardeildin ávaxtar séreignarhluta lögbundna iðgjaldsins, viðbótarsparnað sjóðfélaga og umframávöxtun tryggingaleiðanna.