Hagnaður af starfsemi Framtakssjóðs Íslands árið 2011 nam 2.343 milljónum króna, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok 2011 námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%.
Eignarhlutirsjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði. Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og er metið að það sé ekki undir 39,3 milljörðum króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna.