Landssamtök lífeyrissjóða boða til fræðslufundar mánudaginn 27. mars n.k. kl. 13.15. í B-sal Hótel Sögu. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnum lífeyrissjóða. Dagskrá fundarins er spennandi.
Dagskrá fundarins verður þessi: “Íslenska leiðin” Stefán Ólafsson prófessor og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fjallar um íslensku leiðinna um skipan velferðarríkisins og árangur í velferðarmálum Íslendinga, með víðtækum samanburði við aðrar þjóðir. “EES-samningurinn og staða lífeyrissjóðanna gagnvart honum. - Almannatryggingareglur EES-samningsins sem taka til lífeyrissjóðanna.” Framsögu hafa Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur í alþjóðadeild Tryggingastofnunar ríkisins og Vilborg Hauksdóttir, lögfræðingur í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Mjög brýnt er að kynna stöðu íslensku lífeyrissjóðanna í EES-samningnum, svo og þær reglur almannatrygginga sem taka til lífeyrissjóðanna. “Nýr örorkustaðall og endurhæfingarátak Tryggingastofnunar ríkisins.” Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir og Haraldur Jóhannsson, tryggingalæknir. Sigurður og Haraldur munu fjalla um og lýsa nýjum staðli fyrir örorkumat hér á landi, sem gildir fyrir Tryggingastofnun ríkisins, þar sem ekki er lengur tekið tillit til félagslegra aðstæðna umsækjenda örorkulífeyris og hvort þessi nýji staðall eigi að gilda líka fyrir lífeyrissjóðina, þ.e. hvort hann geti talist mælikvarði á almenn störf. Þá munu þeir Sigurður og Haraldur skýra frá tengdum breytingum á almannatryggingalöggjöfinni varðandi endurhæfingu, nýstofnað endurhæfingarmatsteymi og þjónustusamninga vegna starfrænnar endurhæfingar. Ráðgert er að ljúka fundi kl. 16.00. Tilkynna þarf þátttöku til Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir föstudaginn 24. mars n.k.