Fjármálaeftilitið: Tryggingafræðleg staða lífeyrissjóðanna hefur batnað verulega.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða hefur batnað verulega frá því sem var árið 2004. Í árslok 2005 var staða 16 samtrygg- ingardeilda af 38 án ábyrgðar neikvæð, þar af var aðeins ein deild með meiri halla en 10%, þrjár voru með halla á bilinu 5%-10% og tólf voru með halla á bilinu 0%-5%.
 Staða 22 deilda var jákvæð og voru þær með afgang á bilinu 0,2% til 10,9%. Tvær deildir voru með jákvæða stöðu yfir 10%, þ.e. Gildi - lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn
Þeir lífeyrissjóðir sem eru með meiri frávik en 10% samkvæmt árlegri tryggingafræðilegri úttekt þurfa að breyta samþykktum sjóðsins þannig að jafnvægi náist. Hafi sjóður verið með frávik á bilinu 5%-10% samfellt í 5 ár ber að breyta samþykktum til að ná jafnvægi á ný.

Í árslok 2004 var hins vegar staða 27 samtryggingardeilda af 40 án ábyrgðar neikvæð, þar af voru fjórar með meiri halla en 10%, átta voru með halla á bilinu 5%-10% og fimmtán voru með halla á bilinu 0%-5%. Staða 13 deilda var jákvæð og voru þær með afgang á bilinu 0,2% til 10,9%.
Lítil breyting er á stöðu sjóða sem eru með ábyrgð annarra milli ára en verulegur halli er nánast á öllum þeim sjóðum/deildum og brúar ábyrgð viðkomandi aðila það sem á vantar. Samtryggingardeildir lífeyrissjóða með ábyrgð annarra voru samtals 14 í árslok 2005 og var halli þeirra á bilinu 0,2 til 97,8%. Ein deild var í jafnvægi.