Fjárfestingarkostum lífeyrissjóða verði fjölgað

Í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur verið rætt frumvarp þar sem lagt er til að lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að fjárfesta í verðbréfum sem skráð eru á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) til jafns við verðbréf sem skráð eru á skipulegan markað.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag. Það er byggt á frumvarpsdrögum sem Kauphöll Íslands sendi nefndinni haustið 2013. Nefndin tók drögin til umfjöllunar, tók á móti gestum og ræddi efni þeirra.

Nánar um málið vísast til fréttar á Mbl. og til frumvarpsins.

Frétt á mbl.is  Frumvarpið